FÉLAG ÍSLENSKRA ÖLDRUNARLÆKNA
  • FORSÍÐA
  • STJÓRN
  • FÉLAGAR
  • LÖG FÍÖ
  • HJÚKRUNARHEIMILI
  • ABOUT US
Læknismönnun á hjúkrunarheimilum

Félag Íslenskra Öldrunarlækna hefur á undanförnum árum fjallað endurtekið um læknisþjónustu við íbúa hjúkrunarheimila.   Jafnframt hafa félagar fylgst með þróun þessarar þjónustu í nágrannalöndum. Á félagsfundi í febrúar 2014 voru þessi mál síðast reifuð og í framhaldinu hefur stjórn félagsins lagt til eftirfarandi viðmið um læknismönnun.
  • Fyrir hvern heimilismann á hjúkrunarheimili 1% stöðugildi læknis
  • Fyrir hvern einstakling sem dvelur í skammtímadvöl 3% stöðugildi læknis
  • Fyrir hvern einstakling sem dvelur í endurhæfingardvöl 5% stöðugildi læknis.
Einnig liggja fyrir erlend viðmið varðandi þjónustu fyrir einstaklinga á sérdeildum fyrir heilabilaða með atferlistruflanir og fyrir einstaklinga í líknarþjónustu.  Nánar má lesa um þessi viðmið og læknisþjónustu á hjúkrunarheimilum í grein Helgu Hansdóttur og Jóns Eyjólfs Jónssonar öldrunarlækna http://www.laeknabladid.is/2009/03/nr/3443 og í fyrirlestri Meredith Cricco um efnið.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.